Valsmenn í sérflokki

Valsmenn hafa greitt háar upphæðir til umboðsmanna í gegnum árin.
Valsmenn hafa greitt háar upphæðir til umboðsmanna í gegnum árin. mbl.is/Þorsteinn

Valsmenn borguðu umboðsmönnum rúmlega 1,5 milljónir íslenskra króna vegna samingagerða við leikmenn og þjálfara frá apríl 2019 júlí 2020 en þetta kemur fram í árlegri skýrslu KSÍ um umboðsmenn sem gefin var út í dag. Valsmenn eru í sérflokki þegar kemur að greiðslum til umboðsmanna en Breiðablik er í öðru sæti með rúmlega eina milljón króna í greiðslur.

ÍBV, Víkingur í Reykjavík og Grindavík koma þar á eftir en alls greiddu íslensk félög umboðsmönnum í kringum 7 milljónir samanlagt fyrir þjónustu þeirra á umræddu tímabili. Þetta er talsverð aukning frá því fyrir tveimur árum síðan þar sem greiddar voru rúmlega 6,5 milljónir íslenskra króna til umboðsmanna.

Á þeim tíma voru Valur og FH í algjörum sérflokki en tímabilið sem umræðir var frá apríl 2018 til apríls 2019. FH greiddi þá tæpar 3 milljónir til umboðsmanna og Valsmann rúmar tvær en bæði lið hafa svo sannarlega skorið niður kostnað frá þessum tíma þegar kemur að þjónustugjöldum til umboðsmanna. 

Ef FH og Valur eru tekin úr út skýrslunni frá því fyrir tveimur árum þá hefði kostnaður íslenskra liða því verið í kringum 1,5 milljónir íslenskra króna. Frá apríl 2017 til maí 2018 voru greiddar tæplega 5 milljónir til umboðsmanna og því ljóst að gjöld knattspyrnuliða til umboðsmanna hafa aukist jafnt og þétt á milli ára.

Hægt er að skoða skýrslur fyrri ára með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert