Blikar enn í banastuði

Blikar voru í banastuði gegn Fylki í gær.
Blikar voru í banastuði gegn Fylki í gær. mbl.is/Arnþór

Topplið Breiðabliks í Pepsí Max-deild kvenna gefur ekki þumlung eftir og heldur áfram að tína inn stigin með sannfærandi hætti. Eftir 4:0-stórsigur á Fylki í gær er liðið ekki enn búið að fá á sig mark í deildinni eftir átta leiki. Breiðablik varð meistari árið 2018 og liðið ætlar sér að endurheimta titilinn. Núverandi meistarar í Val eru eina liðið úr því sem komið er sem getur komið í veg fyrir það.

Árbæingar, sem höfðu fengið tólf stig í fyrstu sjö leikjunum, máttu sín lítils gegn Kópavogsbúum og voru 0:4 undir þegar liðin héldu til búningsherbergja í Lautinni.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í deildinni í sumar þegar hún skoraði þriðja mark Breiðabliks. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að spara aðeins lykilleikmenn vegna þeirrar stöðu sem upp var komin í leiknum. Hann gat leyft sér að skipta Öglu Maríu Albertsdóttur af velli á 66. mínútu og Berglind fór út af á 76. mínútu. Varamannabekkurinn hjá Blikum er svo sem ekki veikur en þar sat til dæmis landsliðskonan Rakel Hönnudóttir þar til á 66. mínútu.

*Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Breiðablik í deildinni í sumar þegar hún kom liðinu yfir eftir aðeins tíu mínútur í gær. Hún var ekki lengi að bæta öðru marki við og hafði skorað tvívegis þegar innan við korter var liðið af leiknum.

Umfjöllunina um Íslandsmótið og M-gjöfina má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert