ÍA samþykkti ekki tillögu Vals

Valur og ÍA mættust í Pepsi Max-deildinni á dögunum.
Valur og ÍA mættust í Pepsi Max-deildinni á dögunum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valur og ÍA áttu að mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta annað kvöld. Vegna hertra aðgerða í baráttunni við kórónuveiruna hefur leiknum verið frestað.

Leikið verður í keppninni í kvöld og vildu Valsmenn færi leikinn fram um einn dag og spila í kvöld, en ÍA hafnaði þeirri tillögu. Vísir greinir frá. 

„Við sögðum við KSÍ að við værum tilbúnir að spila leikinn í kvöld en þar sem hann var settur á á morgun þá skilst mér að bæði félög hefðu þurft að samþykkja þetta,“ sagði Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi.

Óvíst er hvenær leikur Vals og ÍA fer fram en búið er að fresta öllum leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna frá morgundeginum 31. júlí til og með 5. ágúst. 

mbl.is