Öllum leikjum frestað til 5. ágúst

Úr toppleik Breiðabliks og Vals.
Úr toppleik Breiðabliks og Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Öllum leikjum í meistara- og 2. flokki karla og kvenna í knattspyrnu frá 31. júlí til og með 5. ágúst hefur verið frestað í kjölfar hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfesti Knattspyrnusamband Íslands í dag.

Stjórn KSÍ fundaði í dag í kjölfar blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar þar sem biðlað var til íþróttahreyfingarinnar að fresta öllum mótum og viðburðum til 10. ágúst. Segir í tilkynningunni frá KSÍ að staðan verði endurmetin 5. ágúst í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

mbl.is