Gunnlaugur nýr þjálfari Álftaness

Gunnlaugur Jónsson er orðinn þjálfari Álftaness.
Gunnlaugur Jónsson er orðinn þjálfari Álftaness. Ljósmynd/Álftanes

Gunnlaugur Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Álftaness í fótbolta. Er Álftanes í botnsæti 3. deildarinnar með fimm stig eftir níu umferðir og aðeins einn sigur. 

Gunnlaugur tekur við af þeim Arnari Má Björgvinssyni og Baldvini Sturlusyni sem stýrðu liðinu síðast gegn Reyni Sandgerði í gærkvöldi. 

Er Gunnlaugur reyndur þjálfari sem hefur stýrt karlaliðum Selfoss, Vals, KA, HK og ÍA. Hann lék á sínum tíma 193 leiki í efstu deild með ÍA og KR og þá lék hann tólf A-landsleiki. 

mbl.is