Staðfesta smit knattspyrnumanns í Ólafsvík

Leikmaður Víkings í Ólafsvík er með kórónuveiruna.
Leikmaður Víkings í Ólafsvík er með kórónuveiruna. mbl.is/Þröstur

Leikmaður karlaliðs Víkings úr Ólafsvík í fótbolta er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfesti félagið á Facebook-síðu sinni rétt í þessu. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að leikmenn liðsins væru í sóttkví vegna gruns um smit innan hópsins. 

Fór umræddur leikmaður í sýnatöku í gær og í ljós kom að hann væri smitaður. Ólafs­vík­ing­ar áttu næst að taka á móti Grinda­vík á þriðju­dag­inn, 4. ág­úst, í Lengjudeildinni en þeim leik hef­ur verið frestað. Þá eru allar líkur á að leik liðsins við Þór Akureyri 8. ág­úst verði einnig frestað. 

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hef­ur frestað öll­um móts­leikj­um til 5. ág­úst hið minnsta eft­ir hert­ar aðgerðir stjórn­valda til að sporna gegn veirunni.

Yf­ir­völd mæl­ast til þess að gert verði hlé á æf­ing­um og keppni í íþrótt­um með snert­ingu til 13. ág­úst næst­kom­andi eða þar til nú­gild­andi aug­lýs­ing um tak­mark­an­ir á sam­kom­um fell­ur úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert