Tveir stórleikir í átta liða úrslitum

Stjarnan sló ríkjandi bikarmeistara Víkings í Reykjavík í gær.
Stjarnan sló ríkjandi bikarmeistara Víkings í Reykjavík í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld. Fór drátturinn fram í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Eiga leikirnir að fara fram 10. og 11. september. 

Það verður stórleikur á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og KR eigast við. Þá mætast FH og Stjarnan í öðrum stórleik í Kaplakrika. 

Tvö lið úr Lengjudeildinni, 1. deild, eru eftir í keppninni; ÍBV og Fram, og þau mætast einmitt í Vestmannaeyjum. Einn leikur er eftir í 16-liða úrslitunum en leik Vals og ÍA sem átti að fara fram í kvöld var frestað. Sigurvegarinn úr þeim leik fær HK í heimsókn. 

Drátturinn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla:

Valur eða ÍA - HK

Breiðablik - KR

ÍBV - Fram

FH - Stjarnan

mbl.is