KSÍ fundar með yfirvöldum eftir helgi

Úr leik Vals og Fylkis.
Úr leik Vals og Fylkis. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúar Knattspyrnusambands Íslands munu funda með yfirvöldum eftir helgi um stöðu mála en öllu mótahaldi hefur verið frestað til 5. ágúst í kjölfar hertra aðgerða stjórn­valda vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

KSÍ hefur ítrekað til aðildarfélaga sinna að æfingar með snertingu iðkenda í eldri aldursflokkum eru ekki leyfðar. Þá ríkir mikil óvissa um framhald Íslandsmótsins í knattspyrnu en yfirvöld hafa biðlað til íþróttahreyfingarinnar um að fresta öllu mótahaldi til 10. ágúst.

Í tilkynningunni frá KSÍ segir að sambandið muni greina frekar frá stöðu mála eftir fundinn með stjórnvöldum eftir helgina.

mbl.is