Leikjum frestað til 7. ágúst

Úr leik KR og Fjölnis.
Úr leik KR og Fjölnis. mbl.is/Arnþór Birkisson

Forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands funduðu í dag með fulltrúum almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna kórónuveirunnar.

Í kjölfarið hefur KSÍ frestað öllum leikjum í meistara-, 2. og 3. flokki karla og kvenna sem fara áttu fram dagana 5. til 7. ágúst en áður hafði öllum mótum verið frestað til fimmta. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni og kemur þar fram að von er á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnalækni síðar í dag.

Verður þar vonandi flestum spurningum sambandsins svarað um mótahald og æfingar.

mbl.is