Ekki einu sinni hægt að horfa á

Arnór Gauti Jónsson í leik með Fylki gegn FH í …
Arnór Gauti Jónsson í leik með Fylki gegn FH í síðasta mánuði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Arnór Gauti Jónsson var búinn að sýna góða takta í úrvalsdeildinni með Fylki í sumar en verður nú fjarri góðu gamni næstu vikur eftir að hafa ristarbrotnað á æfingu.

„Ég braut bein í ristinni, ekki í fyrsta sinn, þetta gerðist líka í desember,“ sagði Arnór Gauti í samtali við Morgunblaðið í gær en hann fór í aðgerð um síðustu helgi.

„Ég fékk skrúfu og verð fyrir vikið fljótari að koma mér í gang aftur, verð styttri tíma í gifsi og verð tilbúnari í átök þegar ég kem aftur.

Í heildina verð ég frá í sex, sjö vikur vonandi. Maður veit auðvitað aldrei nákvæmlega hvernig þetta fer en ég vona það besta. Vonandi verð ég kominn á fullt eftir sex vikur.“

Arnór er 18 ára gamall en hann kom í Árbæinn frá Aftureldingu í sumar þar sem hann var fastamaður í fyrstu deildinni í fyrra. Það virtist þó ekki vera of stórt stökk fyrir miðjumanninn unga sem hefur komið við sögu í sex deildarleikjum fyrir Fylki í sumar og byrjað fjóra þeirra.

Sjáðu viðtalið við Arnór í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »