Bíða eftir svari frá heilbrigðisráðuneytinu

Síðast var leikið í Mjólkurbikarnum 30. júlí.
Síðast var leikið í Mjólkurbikarnum 30. júlí. mbl.is/Arnþór Birkisson

Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag kom fram að KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hafi sent in undanþágubeiðni til heilbrigðisráðuneytisins til að Íslandsmótin í knattspyrnu gæti hafið göngu sína á ný. 

Ekkert hefur verið leikið í íslenska fótboltanum síðan 30. júlí eftir að yfirvöld hertu sóttvarnarreglur. Fyrr í vikunni var öllum leikjum frestað til morgundagsins 7. ágúst, en vonast er til að hægt verði að spila um helgina. 

„Það er búið að senda inn beiðni til heilbrigðisráðuneytisins og þetta er til umsagnar þar," sagði Rögnvaldur Ólafsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóni hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra á fundinum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert