Öllum leikjum frestað á laugardaginn

Ekkert verður spilað á laugardaginn.
Ekkert verður spilað á laugardaginn. mbl.is/Íris

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum í meistaraflokki karla og kvenna á laugardaginn, 8. ágúst. Þá eiga leikir einnig að fara fram á sunnudaginn en ákvörðun um þá verður tekin fyrir klukkan 14 á morgun, föstudag.

Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ en segir einnig að öllum leikjum í 2. og 3. flokki karla og kvenna hefur verið frestað, bæði á laugardag og sunnudag. Á laugardaginn átti að fara fram næstum heil umferð í 1., 2. og 3. deild karla og einnig leikir í 1. og 2. deild kvenna.

Á sunnudaginn eru fimm leikir á dagskrá í Pepsi Max-deild karla.

mbl.is