Vonandi spilað um helgina

Vonast er til að hægt verði að spila í Pepsi …
Vonast er til að hægt verði að spila í Pepsi Max-deild karla um helgina. mbl.is/Arnþór Birkisson

KSÍ, knattspyrnusamband Íslands, fundar í dag með félögum efstu deildar hér landi í von um að hægt verði að spila keppnisfótbolta um helgina. KSÍ hefur skilað inn tillögum til yfirvalda og vonast er eftir grænu ljósi til að halda Íslandsmótunum áfram, en leikið er um gjörvalla Evrópu og m.a. annars staðar á Norðurlöndum. 

KSÍ frestaði í vikunni öllum leikjum til morgundagsins 7. ágúst, en fimm leikir eiga að vera á dagskrá í Pepsi Max-deild karla á laugardaginn kemur. Enn er vonast til að hægt verði að spila þá eftir áætlun. 

Fótbolti.net greinir frá því að félög í efstu deild karla hafa beitt talsverðum þrýstingi á að hægt verði að halda leik áfram, þar sem deildin má ekki við mikið frekari töfum. Þá eru Evrópuleikir fram undan og mikið undir. 

Kemur væntanlega niðurstaða í dag um hvort hægt verði að spila um helgina eða hvort frestunin varir lengur. Rætt hefur verið að leika næstu leiki án áhorfenda, líkt og verður gert í næstu umferðum í Færeyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert