KR-ingar aftur í sóttkví

Kvennalið KR er á leið í sótt­kví í annað sinn …
Kvennalið KR er á leið í sótt­kví í annað sinn í sum­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið KR í fótbolta er komið í sóttkví í annað sinn í sumar eftir að aðili innan liðsins greindist með kórónuveiruna. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR staðfesti tíðindin við Fótbolta.net

Leikmenn KR fóru í sóttkví eftir leik liðsins við Breiðablik í júní þar sem smitaður leikmaður Breiðabliks spilaði leikinn og var tveimur leikjum KR frestað í kjölfarið. 

Ekki verður leikið í Pepsi Max-deild kvenna á næstunni en heilbrigðisráðuneytið hafnaði í dag undanþágubeiðni KSÍ um að spila leiki án áhorfenda. 

mbl.is