KR mætir Celtic í Meistaradeildinni

KR-ingar mæta Celtic.
KR-ingar mæta Celtic. mbl.is/Arnþór Birkisson

KR mætir skosku meisturunum í Celtic í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var rétt í þessu.

Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem herjað hef­ur á heims­byggðina er fyr­ir­komu­lagið með nokkuð breyttu sniði og verður til að mynda aðeins einn leik­ur. KR var í neðri styrkleikaflokki og dregið sem liðið á útivelli. Liðin mætast því á Celtic Park 18. eða 19. ágúst.

Ef KR fellur úr leik gegn skoska liðinu færist liðið yfir í aðra umferð Evrópudeildarinnar. Þetta verður í fjórða sinn sem Celtic mætir liði frá Íslandi.

KR-ing­ar mættu ein­mitt Celtic í ann­arri um­ferðinni sum­arið 2014. Skot­arn­ir unnu þá fyrri leik­inn í Vest­ur­bæn­um 1:0 og unnu svo heima­leik­inn viku síðar, 4:0. Varn­ar­maður­inn Virgil van Dijk, sem í dag er Evr­ópu- og Eng­lands­meist­ari með Li­verpool, spilaði þá með Celtic. 

Celtic sló svo út Stjörnuna árið eftir og Valsara árið 1975.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert