Sænsku eða ungversku meistararnir gætu mætt í Vesturbæinn

KR-ingar geta fengið heimaleik í annarri umferð.
KR-ingar geta fengið heimaleik í annarri umferð. mbl.is/Arnþór Birkisson

KR getur fengið Ferencváros eða Djurgården í heimsókn í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu, takist Vesturbæingum fyrst að leggja skosku meistarana í Celtic að velli í fyrstu umferðinni.

KR mætir Celtic í Skotlandi 18. eða 19. ágúst og mun sigurvegarinn úr því einvígi spila heimaleik gegn Ferencváros frá Ungverjalandi eða Djurgården frá Svíþjóð en dregið var í höfuðstöðvum UEFA rétt í þessu.

Fari svo að KR tapi gegn Celtic tekur liðið þátt í annarri umferð Evrópudeildarinnar en vinni KR-ingar í fyrstu umferð en tapi svo gegn Ferencváros eða Djurgården mun liðið mæta til leiks í þriðju umferð Evrópudeildarinnar.

Öllum knattspyrnuleikjum hefur verið frestað til 13. ágúst vegna hertra aðgerða stjórnvalda til að sporna við kórónuveirunni. Haldist það ástand óbreytt munu íslensku liðin ekki getað spilað heima í Evrópukeppnum.

mbl.is