Til skoðunar að leyfa íþróttir með snertingu

Úr leik Vals og Stjörnunnar. Ekkert hefur verið hægt að …
Úr leik Vals og Stjörnunnar. Ekkert hefur verið hægt að spila undanfarið. Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir segir koma til skoðunar að leyfa aftur íþróttir með snertingu en þetta kemur fram í minnisblaði sem embætti sótt­varna­lækn­is mun afhenda heilbrigðisráðherra. Ekkert hefur verið spilað á Íslandsmótinu í knattspyrnu síðan 30. júlí þegar yfirvöld tilkynntu hertar aðgerðir til að sporna við kórónuveirunni.

„Það er til skoðunar að leyfa íþróttir með snertingu, eins og knattspyrnu, að hefjast aftur. Það myndi þá koma fram í minnisblaðinu,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi Almannavarna sem fór fram í dag.

Sem stendur hefur öllum knattspyrnuleikjum verið frestað til og með 13. ágúst eftir að Heilbrigðisráðuneytið hafnaði beiðni Knattspyrnusambands Íslands um undanþágu til að leyfa æfingar og keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert