Blikar kaupa miðjumann af Víkingum

Atli Hrafn Andrason.
Atli Hrafn Andrason. Ljósmynd/Breiðablik

Breiðablik hefur keypt miðjumanninn Atla Hrafn Andrason af Víkingi úr Reykjavík en félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Hann hefur skrifað undir langtímasamning við Kópavogsliðið.

Atli Hrafn er uppalinn KR-ingur en gekk til liðs við Fulham á Englandi árið 2017. Hafði hann þá spilað sjö leiki fyrir KR-inga í deild og bikar. Hann gekk svo til liðs við Víkinga fyrir sumarið 2018 og hefur spilað þar síðan, spilað alls 36 leiki í efstu deild. Hann á 23 leiki að baki með yngri landsliðum Íslands. Hann getur spilað bæði á miðjunni og á kantinum.

mbl.is