Víkingar fá leikmann úr fyrstu deildinni

Adam Ægir Pálsson og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Adam Ægir Pálsson og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Ljósmynd/Víkingur R.

Víkingur R. hefur fengið knattspyrnumanninn Adam Ægi Pálsson til liðs við sig en hann kemur frá fyrstudeildarliði Keflavíkur.

Bikarmeistararnir segja frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum sínum en Adam er 22 ára miðjumaður sem hefur spilað með Keflavík frá árinu 2018. Hann var búinn að spila átta leiki í Lengjudeildinni í sumar og skora í þeim fjögur mörk.

Víkingar hafa því fengið mann í stað Atla Hrafns Andrasonar sem var fyrr í dag keyptur til Breiðabliks.

mbl.is