FH fær leikmann Vals að láni

Ólafur Karl Finsen er kominn í FH.
Ólafur Karl Finsen er kominn í FH. Ljósmynd/FH

Knattspyrnumaðurinn Ólafur Karl Finsen er kominn til FH að láni frá Val. Gildir lánssamningurinn út tímabilið. 

Hafði Valur áður hafnað tilboði FH í leikmanninn, en félögin hafa gert með sig samkomulag um lánssamning. Hefur Ólafur lítið sem ekkert fengið að spila með Val í sumar, en hann kom til félagsins fyrir þremur árum. 

Ólafur hefur leikið 132 leiki í efstu deild með Stjörnunni, Val og Selfossi og skorað í þeim 32 mörk. Þá á hann að baki tvo A-landsleiki. 

Tilkynning FH
FH hefur náð samkomulagi við Ólaf Karl Finsen um að leika með félaginu út tímabilið 2020 að láni frá Val.

Mikil ánægja er innan FH með komu Ólafs til félagsins.

FH þakkar Val fyrir fagleg vinnubrögð vegna vistaskipta Ólafs út tímabilið.

Velkominn í Kaplakrika Óli Kalli!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert