Íslandsmótið hefst fyrir luktum dyrum á föstudaginn

Úr leik Fylkis og HK.
Úr leik Fylkis og HK. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnusamband Íslands hefur fundað með forráðamönnum liða í úrvalsdeildum karla og kvenna í knattspyrnu og tilkynnt þeim að Íslandsmótið hefst aftur á föstudaginn. Þá verða allir leikir spilaðir fyrir luktum dyrum.

Heilbrigðisráðherra hefur ekki kynnt nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum vegna farsóttar en núverandi auglýsing rennur út á miðnætti annað kvöld. Búist er við því að nýjar reglur verði kynntar síðar í dag og að þar komi fram að íþróttir með snertingu verði aftur leyfðar en með ýmsum takmörkunum.

Samkvæmt heimildum fótbolta.net hefur KSÍ nú þegar tjáð félögunum að keppni hefst á föstudag og að þau þurfi að fylgja ítarlegum reglum sambandsins um framkvæmd leikja.

Alls eru ellefu leikir á dagskrá um helgina.

Pepsi Max-deild karla: 

Föstu­dag­ur 14. ág­úst:
18:00 KR - FH 
19:15 Stjarn­an - Grótta

Laug­ar­dag­ur 15. ág­úst: 
16:00 ÍA - Fylk­ir
16:00 Val­ur - KA

Sunnu­dag­ur 16. ág­úst:
17:00 HK - Fjöln­ir
19:15 Vík­ing­ur R. - Breiðablik

Pepsi Max-deild kvenna: 

Sunnu­dag­ur 16. ág­úst:
14:00 Þrótt­ur R. - ÍBV
14:00 KR - Val­ur
14:00 Sel­foss - Fylk­ir
16:00 Stjarn­an - Þór/​KA
16:00 FH - Breiðablik

mbl.is