Náðum að núllstilla okkur í hléinu

Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er ánægður með leikinn í heild,“  sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir 3:2 sigur á Fylki þegar liðin mættust á Akranesi í dag.  „Við héldum boltanum á erfiðum og blautum vellinum en náðum samt að spila fótbolta og komum okkur í færi svo að í heildina er ég ánægður og verðskuldað í mikilli dramatík. 

Við vissum að Fylkismenn myndu mæta brjálaðir til leiks, Ólafur Ingi og Ragnar Bragi komnir á fullt svo það yrði baráttuhugur í þeim en okkur tókst að jafna það og rúmlega það stærstan hluta af leiknum.  Svo sýndum við líka að við erum með góð gæði í liðinu og skorum fín mörk en hefðum getað skorað fleiri. 

Við gátum hvílt okkur aðeins í pásunni eftir mikla törn og sýndum að hléið hjálpaði okkur að núllstilla okkur, gátum farið aftur að keyra á mótherjanna á fullri ferð, farið í meiri pressu, fært okkur hærra á völlinn enda var meiri ákefð í öllu sem við vorum að gera og ég var sérstaklega ánægður með ákefðina í varnarleiknum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert