Rautt, víti og sigurmark Skagamanna á síðustu mínútu

Úr leik liðanna í fyrra.
Úr leik liðanna í fyrra. mbl.is/Hari

Lengi vel lá mikið á Skagamönnum þegar Fylkismenn komu í heimsókn á Skipaskaga í dag en með seiglu og þolinmæði tókst þeim að snúa leiknum sér í hag með 3:2 sigri eftir mark úr víti á lokamínútunni.  Leikið var í 12. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi Mad-deildinni.  Engu að síður var þetta 10. leikur félaganna í sumar.

Framan af voru gestirnir úr Árbænum mun ákveðnari og þó Skagamenn næðu að bíta aðeins frá sér um tíma náði Fylkir aftur undirtökunum og uppskar mark á 38. mínútur með hörkuskoti Arnórs Gauta Ragnarssonar.   

Í síðari hálfleik var greinilega búið að rétta kúrsinn hjá heimamönnum, sem náðu nú undirtökunum, sóknir þyngdust stöðugt og eftir aðeins tíu mínútur hafði Steinar Þorsteinsson jafnað. 

Á 75. mínútu kom Stefán Teitur Þórðarsson síðan Skagamönnum yfir en það gengur ekki oft upp að reyna halda fengnum hlut enda tóku Fylkismenn við sér og Orri Sveinn Stefánsson jafnaði metin í 2:2 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir.  Það var hinsvegar nóg eftir því á 89. mínútu var Tryggvi Hrafn Haraldsson að sleppa í gegnum vörn Fylkis en Orri Sveinn felldi hann og fékk rautt en Tryggvi Hrafn víti sem hann skoraði úr sjálfur á síðustu mínútu.

ÍA 3:2 Fylkir opna loka
90. mín. Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA) fær víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert