Teygðu endalaust á okkur

Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson
Ólafur Ingi Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Ég þarf að skoða leikinn betur en get samt sagt að Skagamenn hafi bara verið betri í dag,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson þjálfari Fylkis eftir 3:2 tap fyrir ÍA á Skipaskaga í dag en Árbæingar halda samt fimmta sæti deildarinnar.

„Við reynum að vera með fjölbreytni og koma liðum á óvart svo þau geti ekki lesið okkur og það hefði verið gott að sleppa með stig út úr þessum leik en ég held að þetta hafi bara verið sanngjarnt.  Skaginn hélt boltanum vel og spilaði vel í síðari hálfleik, teygði á okkur endalaust og svo að við náðum þeim aldrei.“   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert