Fylkismaður á leið til Noregs

Valdimar Þór Ingimundarson
Valdimar Þór Ingimundarson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir og norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hafa komist að samkomulagi um Valdimar Þór Ingimundarson sem hefur verið einn besti leikmaður Árbæjarliðsins í sumar.

Fylkir staðfestir þetta í tilkynningu sem félagið birti á samfélagsmiðlum sínum í dag. „Það er með mikilli eftirsjá og söknuði að við þurfum að tilkynna að Fylkir og Strømsgodset IF hafa náð saman um félagaskipti Valda.

Valdi hefur spilað vel undanfarin ár, náð að skemmta okkar stuðningsmönnum og með frammistöðu sinni vakið áhuga liða erlendis,“ segir m.a. í tilkynningu félagsins en hjá Strömsgodset mun Valdimar hitta Fylkismanninn Ara Leifsson sem var keyptur til félagsins á síðasta ári.

„Um leið og við samgleðjumst Valda að vera kominn í atvinnumennsku sem hann hefur dreymt um þá viljum þakka honum fyrir framlag hans til Fylkis á undanförnum árum og bjóðum velkominn heim á nýjan leik þegar ævintýrinu lýkur.“

Valdi­mar, sem fædd­ist árið 1999, skoraði sex mörk í 21 leik á síðasta tíma­bili og hann hef­ur gert átta mörk í þrettán leikj­um í Pepsi Max-deild­inni í sum­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert