Nokkra tíma í kuldanum

María Sól Jakobsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eigast við á …
María Sól Jakobsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eigast við á Hlíðarenda í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Með 3:0 sigri Valskvenna á Stjörnunni í Garðabæ tókst þeim að taka aftur efsta sætið í deildinni, sem Breiðablik hafði tekið af þeim fyrr um daginn þegar leikið var í efstu deild kvenna, Pepsi Max deildinni.  Þær þurftu þó að hafa fyrir sigrinum, segja má að að þær hafi farið þetta á reynslunni.

Garðbæingar byrjuðu með meiri látum en sóttu frekar en Valsstúlkur leyfði þeim að hlaupa af sér hornin, fikruðu sig svo framar og á 9. mínútu skoraði Hlín Eiríksdóttir af vítateigslínunni.    Stjarnan tók nokkrar mínútur í að jafna sig en náði sér svo á strik, hélt áfram að sækja og náði nokkrum góðum sóknum en urðu að fara gætilega því gestirnir frá Hlíðarenda voru komnir á bragðið og tilbúnir að nýta sér öll mistök Stjörnunnar.  Náðu nokkrum ágætum sóknum með góðum skotum en engu marki.

Síðari hálfleiks hófst með mikilli pressu Valskvenna, eins og þær ætluðu sér að pressa Stjörnuna stíft, gefa þeim lítinn tíma með boltann – hreinlega keyra Garðbæinga í kaf.  Vissulega var pressa framan af en Stjarnan braust þó inní leikinn á ný þó Valur hefðu að mestu undirtökin.   

Það þurfti síðan klaufagang í vörn Stjörnunnar til að Elín Metta Jensen nýtti sér færið á 67. mínútu með því að stinga fætinum á milli varnarmanna.   Á 82. mínútu kom svo þriðja markið þegar Mist Edvardsdóttir skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu Hlínar Eiríksdóttur en þá var aðeins farið að draga af Stjörnunni.  Markið sló hinsvegar Garðbæinga útaf laginu, heldur var allt sett á fullt með nokkrum vænlegum færum.

Með sigrinum nær Valur aftur efsta sætinu eftir að hafa misst það í nokkra klukkutíma og Stjarnan heldur 6. sætinu en það gæti breyst í kvöld þegar Þróttur sækir FH heim því með sigri kemst FH í 15 stig, einu meira en Garðbæingar.

Stjarnan 0:3 Valur opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is