Fer Óttar til Feneyja?

Óttar Magnús Karlsson í leik gegn FH.
Óttar Magnús Karlsson í leik gegn FH. mbl.is/Arnþór Birkisson

Óttar Magnús Karlsson sóknarmaður knattspyrnuliðs Víkings í Reykjavík gæti verið á leið til Feneyja á Ítalíu en eins og fram hefur komið staðfesti Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings að tilboð hefðu borist í hann.

Fótbolti.net skýrir frá því að samkvæmt heimildum vilji B-deildarlið Venezia, sem gengur undir nafninu Feneyjar á íslensku, fá hann í sínar raðir og líklegt sé að það gangi eftir.

Venezia er fyrir skömmu búið að semja við annan íslenskan leikmann en Bjarki Steinn Bjarkason er kominn til félagsins frá ÍA.

mbl.is