Leikjum flýtt vegna slæmrar veðurspár

Gary Martin og félagar í ÍBV taka á móti Leikni …
Gary Martin og félagar í ÍBV taka á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna slæmrar veðurspár á miðvikudaginn hefur tveimur viðureignum landsbyggðarliða í 1. deild karla í fótbolta, Lengjudeildinni, verið flýtt um sólarhring.

Heil umferð var á dagskrá í deildinni á miðvikudaginn en nú munu ÍBV og Leiknir frá Fáskrúðsfirði mætast í Vestmannaeyjum á morgun og sömuleiðis leika þá Vestri og Magni frá Grenivík á Ísafirði. Báðir leikirnir hefjast klukkan 16.30.

Á miðvikudaginn mætast síðan Grindavík – Leiknir R., Þór  Víkingur Ó., Keflavík  Fram og Þróttur  R.  Afturelding.

mbl.is