Óttar á förum frá Víkingi?

Óttar Magnús Karlsson fagnar marki fyrir Víking.
Óttar Magnús Karlsson fagnar marki fyrir Víking. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óttar Magnús Karlsson sóknarmaður Víkings í Reykjavík er að öllum líkindum á förum frá félaginu en Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins staðfesti það eftir leikinn gegn Val í  gærkvöld.

Óttar hefur skorað níu mörk fyrir Víkinga í Pepsi Max-deild karla á þessu tímabili eða helming marka liðsins til þessa.

Arnar sagði í viðtali við fotbolti.net í gærkvöld að tilboð hefðu borist Víkingum í Óttar. „Já, það er bara tímaspursmál hvenær hann fer. Hann á það líka bara skilið strákurinn, hann er búinn að standa sig vel fyrir okkur þannig að það er óhjákvæmilegt," sagði Arnar en kvaðst ekki geta sagt frekar til um hvaða lið ættu í hlut.

mbl.is