Botnliðin geta farið að kveðja

Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær. mb.is/Árni Sæberg

Grótta og Fjölnir, slökustu lið úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, skiptu með sér stigunum þegar liðin mættust á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í gær.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Daninn Tobias Sommer bjargaði stigi fyrir Gróttumenn með skallamarki á 86. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Fjölnismenn komust tvívegis yfir í leiknum en liðið fékk á sig tvö ódýr mörk eftir hornspyrnur og tókst þar af leiðandi ekki að landa sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar.

Jafntefli gerir afskaplega lítið fyrir bæði lið sem hafa verið föst í neðstu sætum deildarinnar í allt sumar.

Sjáðu umfjöllunina um leikinn í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert