Fékk 3 M og jók forskotið

Sveindís Jane Jónsdóttir átti magnaðan leik á Akureyri.
Sveindís Jane Jónsdóttir átti magnaðan leik á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðsnýliðinn úr Breiðabliki, jók enn forystu sína í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins í 14. umferðinni sem var leikin á sunnudaginn. Eins og fram kom í blaðinu í gær fékk hún þrjú M fyrir frammistöðu sína í sigri Breiðabliks á Þór/KA. Hún er að sjálfsögðu í liði umferðarinnar og er valin í það í sjöunda sinn.

Sveindís er komin með samtals 19 M í 13 leikjum Breiðabliks. Samherji hennar Agla María Albertsdóttir fékk tvö M og er með 15 M í öðru sæti. Síðan koma Hlín Eiríksdóttir og Elín Metta Jensen úr Val með 12 M hvor og þær Berglind Rós Ágústsdóttir úr Fylki og Laura Hughes úr Þrótti með 11 M hvor.

Úrvalslið 14. umferðarinnar má sjá í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

mbl.is