Félag í Noregi skoðar leikmann Vals

Valgeir Lunddal Friðriksson verst Stefáni Árna Geirssyni hjá KR.
Valgeir Lunddal Friðriksson verst Stefáni Árna Geirssyni hjá KR. mbl.is/Árni Sæberg

Norska knattspyrnufélagið Strømsgodset hefur áhuga á að fá vinstri bakvörðinn Valgeir Lunddal Friðriksson frá Val. Er félagið nýbúið að kaupa Valdimar Þór Ingimundarson frá Fylki. Guðmundur Benediktsson greindi frá í Pepsi Max-stúkunni í gær. 

Valgeir, sem er aðeins 19 ára, hefur leikið afar vel með Val í sumar og var hann snöggur að taka sæti Færeyingsins Magnusar Egilsson í byrjunarliðinu. Hefur Valgeir skorað þrjú mörk og var hann á dögunum valinn í U21 árs landsliðið. 

Valsmenn hafa lítinn áhuga á að selja Valgeir á þessum tímapunkti enda liðið í hörðum slag um Íslandsmeistaratitilinn þegar Pepsi Max-deildin er rúmlega hálfnuð. Er Valur með sjö stiga forskot á Stjörnuna sem á leik til góða. 

mbl.is