Haukar nálgast toppliðin

Haukar eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild.
Haukar eru í harðri baráttu um sæti í efstu deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar unnu afar mikilvægan sigur þegar liðið fékk Aftureldingu í heimsókn í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Ásvelli í Hafnarfirði í 13. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 3:2-sigri Hauka en staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus.

Hildur Karítast Gunnarsdóttir og Vienne Behnke skoruðu sitt hvort markið fyrir Hauka í upphafi síðari hálfleiks áður en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 59. mínútu.

Sæunn Björnsdóttir skoraði þriðja mark Hauka á 65. mínútu áður en Soffía Ummarin Kristinsdóttir klóraði í bakkann fyrir Aftureldingu á 83. mínútu.

Haukar fara með sigrinum upp í 26 stig og eru nú fjórum stigum frá Keflavík sem er í öðru sætinu þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Þá tryggði Dagný Halldórsdóttir ÍA sigur gegn Völsungi á Húsavíkurvelli í dag en leiknum lauk með 2:1-sigri ÍA.

Unnur Ýr Haraldsdóttir kom ÍA yfir á 47. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Guðrún Þóra Geirsdóttir jafnaði metin fyrir Völsung, fjórum mínútum síðar.

Dagný skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en ÍA er með 12 stig í áttunda sæti deildarinnar á meðan Völsungur er á botninum með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert