Dramatík í Laugardal

Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar.
Leikmenn Aftureldingar fagna marki í sumar. mbl.is/Sigurður Unnar

Hafliði Sigurðarson tryggði Aftureldingu dýrmætan sigur gegn Þrótti úr Reykjavík þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Aftureldingur en Hafliði skoraði sigurmark leiksins á 85. mínútu.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Oliver Heiðarsson kom Þrótturum yfir á 66. mínútu. 

Elvar Vignisson jafnaði metin fyrir Aftureldingu á 79. mínútu áður en Hafliði skoraði sigurmark leiksins.

Þetta var fimmti sigurleikur Aftureldingar í sumar en liðið er með 18 stig í áttunda sæti deildarinnar.

Þróttarar eru hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 12 stig, jafn mörg stig og Leiknir frá Fáskrúðsfirði sem er í ellefta sætinu, en Leiknismenn eru með lakari markatölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert