Kveður deildina á toppnum

Valdimar Þór Ingimundarson hefur verið besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar til …
Valdimar Þór Ingimundarson hefur verið besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar til þessa samkvæmt M-gjöf Morgunblaðsins en nú er hann farinn frá Fylki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkismaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson kveður Pepsi Max-deild karla í efsta sætinu í M-einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann lék kveðjuleik sinn gegn KA á sunnudaginn og er eftir hann með samtals 13 M í 14 leikjum með Fylki. Hann fer nú til Strømsgodset í Noregi.

FH-ingurinn Steven Lennon og Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson koma næstir á eftir Valdimari með 12 M hvor. Atli Sigurjónsson úr KR og Þórir Jóhann Helgason úr FH eru næstir með 11 M og síðan Kennie Chopart úr KR og Ágúst Eðvald Hlynsson úr Víkingi með 10 M. Með 9 eru Thomas Mikkelsen úr Breiðabliki, Patrick Pedersen úr Val, Valgeir Valgeirsson úr HK og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr ÍA.

Í Morgunblaðinu í dag er að finna úrvalslið 16. umferðar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert