Þórsarar jöfnuðu ÍBV að stigum

Ólafur Aron Pétursson skoraði sigurmark Þórsara í dag.
Ólafur Aron Pétursson skoraði sigurmark Þórsara í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ólafur Aron Pétursson skoraði sigurmark Þórs frá Akureyri þegar liðið fékk Víking úr Ólafsvík í heimsókn í 1. deild karla í knatspyrnu, Lengjudeildinni, á Þórsvöll á Akureyri í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Þórsara en Ólafur Aron skoraði sigurmark leiksins á 58. mínútu.

Þórsarar eru með 26 stig í fimmta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og ÍBV, en Víkingar eru í áttunda sætinu með 16 stig.

mbl.is