Toppslagnum í Keflavík líka frestað

Keflvíkingar taka á móti Fram á morgun en ekki í …
Keflvíkingar taka á móti Fram á morgun en ekki í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Veðrið heldur áfram að setja strik í reikning fótboltans í dag því öðrum leik hefur nú verið frestað.

Keflavík og Fram áttu að mætast í sannkölluðum toppslag í 1. deild karla, Lengjudeildinni, í Keflavík en þeim leik hefur nú verið frestað um sólarhring, eða til morguns kl. 16.30. Þá mætast einnig Grindavík og Leiknir R. en fyrr í dag var ákveðið að fresta þeirri viðureign.

mbl.is