Keflavík skrefi nær efstu deild

Frá leik Víkings og Augnabliks í Fossvoginum í kvöld.
Frá leik Víkings og Augnabliks í Fossvoginum í kvöld. Ljósmynd/Óðinn

Keflavík vann í kvöld 3:1-sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu, 1. deild. Átti leikurinn að fara fram á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi en vegna bilana í flóðljósum var hann færður á Kópavogsvöll. 

Lovísa Davíðsdóttir Scheving kom Gróttu yfir á 17. mínútu en Natasha Anasi jafnaði á 34. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1.

Natasha Anasi skoraði tvö.
Natasha Anasi skoraði tvö. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reyndist Keflavík sterkari í seinni hálfleik því Kara Petra Aradóttir og Natasha bættu við mörkum og tryggðu 3:1-sigur. Þarf Keflavík í mesta lagi að vinna þrjá leiki í síðustu fjórum umferðunum til að tryggja sér sæti í efstu deild. 

Í Fossvogi hafði Augnablik betur gegn Víkingi, 3:1. Birta Birgisdóttir kom Augnabliki yfir á 12. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Nadía Atladóttir. Augnablik var hins vegar sterkari aðilinn og Hildur María Jónasdóttir og Ísafold Þórhallsdóttir tryggðu 3:1-sigur Kópavogsliðsins. 

Staðan: 

  1. Tindastóll 34
  2. Keflavík 33
  3. Haukar 26
  4. Grótta 19
  5. Afturelding 18
  6. Augnablik 18
  7. Víkingur R. 15
  8. ÍA 12
  9. Fjölnir 7
  10. Völsungur 3
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert