Ummæli Skagamannsins til aga- og úrskurðarnefndar

Arnar Már Guðjónsson í leik gegn Val.
Arnar Már Guðjónsson í leik gegn Val. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnumaðurinn Arnar Már Guðjónsson var allt annað en sáttur við störf Guðmundar Ársæls Guðmundssonar dómara leiks ÍA og Vals í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær, en Arnar er leikmaður ÍA. 

Leiknum lauk með 4:2-sigri Vals en í stöðunni 3:2 vildu Skagamenn fá víti þegar boltinn virtist fara í höndina á Rasmus Christiansen í vörn Vals. Guðmundur dæmdi hins vegar ekki neitt og Valsmenn skoruðu fjórða markið skömmu síðar. 

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti! í kerfið. Væri gaman að heyra útskýringu frá honum á því," skrifaði Arnar á Twitter eftir leik, en eyddi síðan færslu sinni. 

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ hefur vísað ummælum Arnars til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. „Aganefnd hefur ákveðið vinnulag í þessu og þetta fer í feril hjá henni," sagði Klara við fotbolti.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert