Skagamenn að skilja okkur eftir

Ágúst Þór Gylfason
Ágúst Þór Gylfason mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Þetta er svekkelsi. Mér fannst við eiga möguleika í stöðunni 1:0 í hálfleik. Við komum vel inn í seinni hálfleikinn og fengum dauðafæri í kringum 70. mínútu en það vantaði ákefð í að klára,“ sagði svekktur Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir 0:3-tap fyrir ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 

Var staðan 1:0 þar til tíu mínútur voru eftir og skoruðu Skagamenn tvö mörk í lokin. „Við héldum áfram og reyndum að sækja á þá en þá refsuðu þeir okkur tvisvar eftir klaufaskap hjá okkur í teignum. Þá var þetta orðið mjög erfitt,“ sagði Ágúst en Gróttumenn eru í afar erfiðri stöðu í næstneðsta sæti. 

„Það vantaði aðeins meira bit í okkar sóknarleik við erfiðar aðstæður og því miður eru Skagamenn að skilja okkur svolítið eftir í botnbaráttunni með Fjölni. Það er ekkert rosalega gaman. Við þurfum stig í þessu. Við þurfum fimm sigra í þessum sjö leikjum sem eftir eru og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara,“ sagði Ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert