Sumir leikmenn skulda mörk

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga. mbl.is/Eyþór Árnason

„Ég hef sjaldan séð leik með svona mörgum færum, HK fékk mörg en við ennþá fleiri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 1:1 jafntefli gegn HK í Víkinni í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.  

„Mér fannst HK-menn voru flottir í fyrri hálfleik og kom á óvart að þeir pressuðu á okkur, sem þeir eru ekki vanir að gera en ég sagði við mína menn í hálfleik  að við værum lið sem væri vant því að halda hraða og pressu í leikjum og  HK myndi ekki halda út í níutíu mínútur en dró verulega af HK.   Við fengum færi til að gera út um leikinn þó HK ætti nokkra spretti en stig er stig. Leikurinn var skemmtilegur og á að vera svona þegar er svona napurt enda gáfu bæði lið allt sitt í leikinn.“ 

Víkingar eru að missa sinn helsta markaskorara, Óttar Magnús Karlsson, til útlanda en þjálfarinn segir að þá verði aðrir að skila sínu.  „Okkur hefur vantað mörk í sumar og sumir leikmenn skulda mörk, við þurfum fleiri frá miðjunni og kantinum en við fáum fullt af færum og stöður í öllum leikjum.  Menn eru örugglega búnir að fá ógeð á mér að tala um tölfræði en þetta er bara staðreyndir sem ég nota það óspart.  Það eru margir litlir hlutir sem þarf að laga og ef þeir eru margir verða þeir oft að stóru vandamáli.“

mbl.is