Við ætluðum að „nappa“ þá framarlega

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Mér finnst standa upp úr að þetta var fjörugur leikur, færi á báða bóga og sitthvort stigið jafnvel sanngjarnt,“  sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir fjörugt 1:1 jafntefli við Víkinga í Víkinni í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi Max deildinni.

„Við settum leikinn upp þannig að spila frá markinu og pressa á Víkingar framarlega á vellinum, reyna að nappa þá þannig og gerðum það svo sem, fengum þrjú-fjögur færi og skorum svo eitt mark en þegar kominn í eitt-núll hefðir þú viljað halda því. Við missum mann útaf og þurfum að halda velli, gerðum það bara vel miðað við aðstæður en bæði lið fengu töluvert af færum og hefðu getað skorað meira,“  bætti þjálfarinn við.

mbl.is