Byrjunarlið Íslands: Ungu stelpurnar halda sæti sínu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru báðar í byrjunarliði …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru báðar í byrjunarliði íslenska liðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið byrjunarlið Íslands sem mætir Svíþjóð í undankeppni EM á Laugardalsvelli klukkan 18:00.

Þjálfarinn stillir upp sama byrjunarliði og vann 9:0-sigur gegn Lettlandi í undankeppninni á fimmtudaginn.

Sandra Sigurðardóttir er í markinu og þær Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru miðverðir. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladótti eru bakverðir.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru á miðjunni og Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru á köntunum. Elín Metta Jensen er svo í fremstu víglínu.

Byrjunarlið Íslands:

Sandra Sigurðardóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Elín Metta Jensen
Sveindís Jane Jónsdóttir

Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu gegn Lettum í síðasta leik.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði þrennu gegn Lettum í síðasta leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is