Haukar úr leik í toppbaráttunni

Haukar eru líklegast úr leik í toppbaráttunni í 2. deild.
Haukar eru líklegast úr leik í toppbaráttunni í 2. deild. mbl.is/Árni Sæberg

ÍA hafði betur gegn Haukum, 2:1, á heimavelli í 2. deild karla í fótbolta í kvöld. Með tapinu eru Haukar svo gott sem úr leik í baráttunni um sæti í 1. deild á næstu leiktíð á meðan ÍR er svo gott sem búið að tryggja sæti sitt í deildinni á næstu leiktíð. 

Ívan Óli Santos, sem samdi við HK á dögunum, kom ÍR yfir á 8. mínútu en Kristófer Dan Þórðarson jafnaði á 33. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1. 

Var hún 1:1 þangað til Viktor Örn Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 75. mínútu og þar við sat. Skoraði Viktor sömuleiðis sigurmarkið í 3:2-sigri ÍR á Njarðvík í síðustu umferð. 

Staðan: 

  1. Kórdrengir 40
  2. Selfoss 37
  3. Þróttur V. 34
  4. Njarðvík 33
  5. Haukar 30
  6. KF 25
  7. Fjarðabyggð 24
  8. Kári 19
  9. ÍR 19
  10. Víðir
  11. Dalvík/Reynir 10
  12. Völsungur 8
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert