Nokkrir í sóttkví í gær

Daði Ólafsson
Daði Ólafsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur dæmi voru um að menn væru fjarverandi vegna þess að þeir væru í sóttkví þegar leikið var á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gær. 

Fylkismaðurinn Daði Ólafsson var í sóttkví þegar Fylkir tapaði fyrir FH 1:4 í efstu deild karla. 

Í næstu deild fyrir neðan gat Gunnar Guðmundsson ekki stýrt sínum mönnum í Þrótti þegar liðið tapaði 4:2 í Keflavík. 

Á netmiðlinum Fótbolti.net er greint frá því að fjórir ungir leikmenn hafi ekki getað verið í leikmannahópi Aftureldingar sem vann Víking Ólafsvík 1:0 í næstefstu deild. Smit hafi komið upp hjá 2. flokki Aftureldingar. 

mbl.is