Augnablik skoraði fimm í síðari hálfleik

Augnablik snéri taflinu við í síðari hálfleik gegn Gróttu.
Augnablik snéri taflinu við í síðari hálfleik gegn Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björk Bjarmadóttir og Margrét Brynja Kristinsdóttir skoruðu báðar tvívegis fyrir Augnablik þegar liðið vann 5:1-sigur gegn Gróttu í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Kópavogsvelli í kvöld.

Eydís Lilja Eysteinsdóttir kom Gróttu yfir á 13. mínútu og Grótta leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. 

Í síðari hálfleik vöknuðu leikmenn Augnabliks svo sannarlega til lífsins og Þórhildur Þórhallsdóttir, Margrét Brynja Kristinsdóttir og Björk Bjarmadóttir bættu við mörkum fyrir Augnablik og þar við sat.

Augnablik er með 21 stig í fimmta sæti deildarinnar en Grótta, sem er án sigurs í síðustu sjö leikjum sínum, er með 19 stig í sjötta sæti deildarinnar.

Þá vann Afturelding 3:1-sigur gegn ÍA á Akranesi en Afturelding er í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig á meðan ÍA er með 12 stig í áttunda sætinu, fimm stigum frá fallsæti.

Markaskorarar fengnir af fótbolta.net þar sem leikur Augnabliks og Gróttu var í beinni textalýsingu.

Skagastúlkir eru í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig.
Skagastúlkir eru í áttunda sæti deildarinnar með 12 stig. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is