„Kom ekki annað til greina en að láta vaða“

Björn Daníel Sverrisson í leik gegn Víkingi í sumar.
Björn Daníel Sverrisson í leik gegn Víkingi í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Daníel Sverrisson var áberandi þegar FH vann góðan útisigur á Fylki í 17. umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á mánudagskvöldið.

Björn skoraði tvívegis í 4:1-sigri FH sem vann sinn fjórða leik í röð í deildinni og sjötta af síðustu sjö.

Björn þandi netmöskvana þegar hann skoraði með hörkuskoti af löngu færi í síðari hálfleik og kom FH í 2:0. Hann skoraði raunar fyrstu tvö mörk leiksins og um leið fyrstu mörk sín í deildinni í sumar.

„Ég hef fengið nokkur góð færi til að skora í síðustu leikjum. Ég fékk einnig gott færi í fyrri hálfleik gegn Fylki áður en ég skoraði skallamarkið. Í öðru markinu sá ég boltann koma skoppandi og þá kom ekki annað til greina en að láta vaða á markið. Ég var spurður á æfingu í dag hvort þetta væri flottasta mark sem ég hef skorað en ég er ekki viss um það en gott var það samt.“

Mikill hugur í mönnum

FH er í 2. sæti með 29 stig eftir 14 leiki en Valur er á toppnum með 37 stig eftir 15 leiki. Liðin eiga eftir að mætast tvívegis og FH á því möguleika að elta Val uppi. Ljóst er orðið að kapphlaupið um titilinn mun standa á milli þessara tveggja liða nema Valsmönnum takist að hrista FH af sér einnig. Nú vill svo til að liðin mætast annað kvöld í Kaplakrika og FH gæti hleypt spennu í mótið með sigri

„Það er svolítið skrítið að eiga eftir báða leikina gegn Val þegar við erum búnir að spila fjórtán leiki. Ef þeir vinna leikinn þá eru þeir nokkurn veginn stungnir af. Við höfum nánast sett alla leiki upp eins og hver og einn sé mikilvægasti leikur sumarsins en það er alveg hægt að segja að þessi sé töluvert mikilvægari en aðrir leikir. Ekki síst vegna þess að við höfum náð góðum úrslitum upp á síðkastið. 

Viðtalið við Björn í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun og þar er jafnframt úrvalslið blaðsins úr 17. umferðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »