Olnbogaskot í andlit (myndskeið)

Marc McAusland í leik með Keflavík.
Marc McAusland í leik með Keflavík. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hlaðvarpið Ástríðan Podcast birti á dögunum myndskeið á Twitter af grófu broti í leik Njarðvíkur og Kára frá Akranesi í 2. deild karla í knattspyrnu. 

Liðin mættust hinn 13. september og hafði Njarðvík betur 2:0. 

Í myndskeiðinu sést Marc McAusland, leikmaður Njarðvíkur, gefa Eggerti Kári Karlssyni, leikmanni Kára, ljótt olnbogaskot í andlitið. 

Dómaratríóið refsaði ekki Skotanum en aganefnd KSÍ úrskurðaði leikmanninn í tveggja leikja keppnisbann. 

mbl.is