Toppslagurinn færður fram í október

Andrea Rán Snæfeld, Breiðabliki, í baráttunni við Elínu Mettu Jensen, …
Andrea Rán Snæfeld, Breiðabliki, í baráttunni við Elínu Mettu Jensen, Val, í deildarleik liðanna í júlí í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Leikur Vals og Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, hefur verið færður til föstudagsins 2. októbers næstkomandi en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Leikurinn átti að far afram miðvikudaginn 30. september næstkomandi en hefur nú verið færður um tvo daga.

Í millitíðinni mæta Íslandsmeistarar Vals Fylki í Árbænum og Breiðablik tekur á móti ÍBV, laugardaginn 26. september.

Þá er búið að færa leik ÍBV og FH, sem átti að fara fram miðvikudaginn 30. september, til sunnudagsins 4. októbers.

Leikur FH og Vals, sem átti að fara fram 3. október, hefur verið færður til sunnudagsins 11. októbers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert