Keflavíkurkonur á barmi úrvalsdeildarinnar

Natasha Anasi og samherjar í Keflavík leika væntanlega á ný …
Natasha Anasi og samherjar í Keflavík leika væntanlega á ný í efstu deild á næsta ári. mbl.is/Hari

Keflavík er með afar góða stöðu í öðru sæti 1. deildar kvenna, Lengjudeildarinnar, eftir sigur á Haukum, 1:0, í algjörum lykilleik toppbaráttunnar á Nettóvellinum í Keflavík í dag.

Paula Germino-Watnick skoraði sigurmarkið í uppbótartíma síðari hálfleiks, samkvæmt lýsingu fotbolti.net, og eftir þessi úrslit eru Keflvíkingar með 36 stig í öðru sæti en Haukar 29 stig í þriðja sæti þegar þremur umferðum er ólokið.

Keflavík þarf einn sigur enn til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið en liðið á útileik gegn Víkingi og heimaleik gegn Gróttu áður en Haukar og Keflavík mætast aftur í lokaumferð deildarinnar 9. október.

mbl.is